Fyrir kennara
Langar þig að halda vinnustofu eða námskeið hjá okkur?
Kennurum í tónlist og skapandi tækni er velkomið að nýta Verkstæðin til kennslu fyrir nemendur á öllum aldri, á ákveðin forrit eða tækni sem finna má á staðnum. Hægt er að mæta með allt að 12 nemendur í Grófina og Árbæ en stærri hópa á Verkstæðið í Gerðubergi. Sendið okkur fyrirspurn og við finnum lausan tíma.
Skólaheimsóknir
Hægt að bóka skólakynningar á Verkstæðinu Grófinni fyrir nemendur í 2. og 3. bekk.
Fræðsla fyrir kennara
Við bendum á að Skema í HR og Vísindasmiðjan halda reglulega námskeið fyrir grunnskólakennara sem vilja auka við þekkingu sína og nýta forritun í starfi.
Hafðu endilega samband!
Karl James Pestka
Verkefnastjóri Verkstæðanna
Netfang: karl.james.pestka@reykjavik.is