Skólaheimsóknir | Fyrir kennara


Hefur þú áhuga á að halda vinnustofu eða námskeið sem snýr að skapandi tækni?

Sendið okkur skilaboð hér fyrir neðan.


Kennaraþjálfun

Við bjóðum upp á kynningu fyrir kennara sem vilja dýpka þekkingu sína og kynna sér nýja kennslumöguleika. Heyrðu í  okkur og við tökum á móti þér og sýnum þér þau forrit, tæki og tól sem eru í boði á Borgarbókasafninu. 

Langar þig að halda vinnustofu eða námskeið hjá okkur? 

Kennurum í tónlist og skapandi tækni er velkomið að nýta aðstöðu safnsins undir kennslu fyrir nemendur á öllum aldri.
Sendið okkur fyrirspurn og við finnum lausan tíma. 


Samstarfsaðilar

Við bendum einnig á Vísindasmiðju Háskóla Íslands sem býður upp á ókeypis skólaheimsóknir og kennarasmiðjur í skapandi tækni.

Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka, verkefnastjóri
karl.james.pestka@reykjavik.is