UngFó | Leslistar

Viltu hverfa á vit ævintýranna í framandi fantasíuheimi? Sökkva þér ofan í spennandi myndasögur? Eða slást í för með ósköp venjulegu fólki í leit að sínum samastað í lífinu? 

Hillur bókasafnsins innihalda eitthvað fyrir alla; sannar reynslusögur, fræðslubækur um verstu hárgreiðslur allra tíma, myndasögur af öllum stærðum og gerðum, fantasíur og ástarsögur. Veistu ekki hvað þú vilt lesa næst? Fáðu innblástur hér til hliðar í rauða boxinu eða leitaðu til okkar á safninu – okkur finnst ekkert skemmtilegra en að finna næstu bók fyrir þig!

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is