Öflun og meðferð persónuupplýsinga

Öflun persónuupplýsinga

Þegar þú nýtir þér þjónustu Borgarbókasafnsins, bæði á vefnum og í Menningarhúsum Borgarbókasafnsins, má vera að bókasafnið safni persónuupplýsingum um þig. Hér er stuttlega farið yfir það hvernig farið er með þessar upplýsingar.

Vefurinn borgarbokasafn.is notar svokallaðar vefkökur (e. cookies) til þess að safna upplýsingum um t.d. hvaða síður vefsins þú heimsækir, hvaða vafra þú notar o.s.frv., að gefnu samþykki frá þér. Sjá nánar undir liðnum „vefkökur“ hér fyrir neðan. 

Þegar þú heimsækir Menningarhús Borgarbókasafnsins kannt þú að lenda í mynd öryggismyndavéla, sem eru nýttar í samræmi við lög um myndavélaeftirlit. Eins kannt þú að lenda í mynd í tengslum við viðburði á safninu, þar sem ljósmyndir eru gjarnan teknar og jafnvel lifandi myndskeið.

Við látum þig ávallt vita af því þegar við söfnum persónulegum upplýsingum um þig, en við þurfum einmitt að fá vissar upplýsingar um þig áður en þú getur nýtt þér þjónustu safnsins á vefnum og í menningarhúsunum. Þar sem vissra upplýsinga er krafist til að nota þjónustu getur verið að þú getir ekki nýtt þér hana ef þú kýst að veita ekki upplýsingarnar.

Veitir þú okkur upplýsingar um aðra manneskju hvetjum við þig til að fá samþykki viðkomandi áður.

Borgarbókasafnið fylgir persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar.

Meðferð persónuupplýsinga

Fyrir póstlista

Skráir þú þig á póstlista Borgarbókasafnsins söfnum við upplýsingum um nafn þitt og netfang. Þessar upplýsingar eru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi, en getur verið deilt með þriðja aðila og þá aðeins til að nýta þjónustu hans til að senda póstinn.

Fyrir notendakannanir

Takir þú þátt í notendakönnun Borgarbókasafnsins söfnum við ákveðnum persónuupplýsingum um þig. Þær upplýsingar eru aðeins notaðar í tengslum við hverja könnun.

Fyrir bókasafnskort

Þegar þú færð þér bókasafnskort þurfum við ákveðnar persónuupplýsingar til að geta þjónustað þig sem notanda. Borgarbókasafnið deilir þessum upplýsingum með Landskerfi bókasafna, sem rekur sameiginlegt bókasafnskerfi almenningsbókasafna á landinu, í þeim tilgangi að halda utan um útlán, senda tilkynningar um skiladag o.þ.h. Landskerfi bókasafna er skilgreindur vinnsluaðili persónuupplýsinga í þessu tilliti.

Fyrir samskipti um vef

Þegar þú hefur samband við Borgarbókasafnið í gegnum þartilgert form á vef safnsins krefjumst við ákveðinna upplýsinga, til að geta svarað erindi þínu. Á meðal þessara upplýsinga eru nafn þitt og netfang. Þessum upplýsingum getur þurft að deila með ólíkum aðilum innan Borgarbókasafnsins til að afgreiða fyrirspurnina, en þeim er ekki deilt með aðilum utan safnsins.

Af öryggismyndavélum

Þegar þú heimsækir Borgarbókasafnið er persónuupplýsingum safnað um þig í formi upptaka á öryggismyndavélum. Söfnun og meðferð upplýsinganna er í samræmi við þaraðlútandi lög.

Ljósmyndir og myndbandsupptökur

Við tökum stundum ljósmyndir og lifandi myndskeið á Borgarbókasafninu og þannig getur þú lent í mynd. Starfsfólki okkar er þó upplagt að sýna nærgætni og hegða sér í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Vefkökur

Vefurinn borgarbokasafn.is notast við vefkökur til að bæta upplifun notenda og fylgjast með og greina notkun á vefnum. Notendur vefsins geta afþakkað notkun á vefkökum, öðrum en þeim sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega virkni vefsins. Vefkökur muna fyrri heimsóknir notenda og stillingar. Borgarbókasafnið varðveitir þessar upplýsingar á öruggan hátt, en notendur geta breytt stillingum á vöfrum sínum til að takmarka notkun vafkaka. Hér má sjá nánari upplýsingar um það: www.aboutcookies.org.

Samþykki

Þú getur dregið samþykki þitt fyrir notkun persónuupplýsinga þinna til baka hvenær sem er. Þú gerir það með því að hafa samband við okkur, sjá upplýsingar hér fyrir neðan.

Dragir þú samþykki þitt til baka hættum við að safna persónuupplýsingum um þig og vinna þær, nema okkur sé heimilt og/eða skylt að halda því áfram með tilliti til annarra ástæðna, þ.m.t. íslenskra laga.

Afturköllun samþykkis þín hefur engin afturkræf áhrif á rétt okkar til geymslu og vinnslu persónuupplýsinga þinna þar til þú dróst samþykki þitt til baka.

Dragir þú samþykki þitt til baka getur verið að þú tapir einhverjum af notkunarmöguleikum vefsins og þjónustu Borgarbókasafnsins.

Öryggi

Við höfum gert viðeigandi öryggisráðstafanir til að tryggja persónuupplýsingar þínar. Við getum þó ekki gefið 100% tryggingu fyrir öryggi þeirra þegar þær fara í gegnum internetið. Þar af leiðandi getur verið hætta á því að utanaðkomandi aðilar komast yfir gögn þegar þau eru send og geymd rafrænt. Persónuupplýsingum er eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar þegar þær hafa þjónað tilgangi sínum.

Sú öra tækniþróun sem á sér stað í dag þýðir að við gætum þurft að gera breytingar á stefnu okkar varðandi söfnun, geymslu og vinnslu persónuupplýsinga og þess vegna áskiljum við okkur þann rétt. Verði meiriháttar breytingar á stefnu okkur í þessum málum munum við gera það kunnugt á vef Borgarbókasafnsins.

Réttindi þín

Þú átt rétt á því að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem við vinnum og snúa að þér, með ákveðnum undantekningum sem eru skilgreindar í lögum.

Þú átt rétt á því að mótmæla öflun og frekari vinnslu þinna persónuupplýsinga, auk þess sem þú átt rétt á því að fara fram á leiðréttingar á upplýsingum um þig og að við takmörkum vinnslu þinna persónuupplýsinga. Farir þú fram á það, eyðum við þeim persónuupplýsingum sem við eigum og snúa að þér eins fljótt og auðið er, nema ef eyðing þeirra upplýsinga brýtur í bága við lög um starfsemi safnsins eða gerir okkur ókleift að svara fyrirspurn frá þér. Viljir þú nýta þér ofangreindan rétt er þér velkomið að hafa samband við okkur (sjá upplýsingar hér neðar).

Þegar þú hefur samband við okkur varðandi réttindi þín viljum við biðja þig um að veita okkur fullnægjandi upplýsingar svo við getum afgreitt erindi þitt, þ.e. fullt nafn og netfang, svo við getum borið kennsl á þig og svarað erindi þínu. Við munum gera það eins fljótt og auðið er og eigi síðar en einum mánuði eftir að erindið berst okkur.

Sért þú ósátt(ur) við það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar er þér velkomið að hafa samband við okkur.

Tenglar á aðrar vefsíður

Á vef Borgarbókasafnsins eru tenglar á aðrar vefsíður. Við berum ekki ábyrgð á efni þeirra síða eða því hvernig þær síður fara með persónuupplýsingar. Þegar þú heimsækir aðrar vefsíður ættir þú að kynna þér stefnu þeirra varðandi persónuupplýsingar.

Breytingar á stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga

Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á þessari stefnu vegna breytinga á lögum, tæknibreytinga, nýrra eða bættra möguleika eða til að bæta vefinn.

Hafðu samband

Viljir þú uppfæra, leiðrétta eða láta eyða gögnum sem við höfum safnað um þig, eða hefur spurningar varðandi þessa stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga, getur þú haft samband við okkur:

Borgarbókasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
Símanúmer: 411 6100
Netfang: borgarbokasafn@borgarbokasafn.is