Verkstæðin

Um Verkstæðin

Á Borgarbókasafninu leitumst við að vera leiðandi í að veita gestum opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Það gerum við með því að útbúa svokölluð „Makerspaces“ eða sköpunarrými, þar sem gestir fá aðgang að opnu rými til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. 

Á Verkstæðinu í Gerðubergi hafa krakkar aðgang að ýmsum spennandi tólum til að læra forritun, tölvufikt og skapandi leiki. Krakkar geta bæði komið sjálfir eða boðið foreldrum sínum með í fjörið. Stórir sem smáir læra eitthvað nýtt. Fiktaðu meira á safninu!

Verkstæðið í Grófinni opnar haustið 2020

Rafknúnir ávextir

 

Samstarf við Skema, Háskólanum í Reykjavík

Borgarbókasafnið vill leggja sitt af mörkum til að auka aðgengi að tækniþekkingu borgarbúa á öllum aldri, án tillits til stöðu eða efnahags. Við stöndum því reglulega fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við samtökin Skema HR.

Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka
Verkefnastjóri Verkstæðanna
Netfang: karl.james.pestka@reykjavik.is