Elísabet Jökulsdóttir og Anna Hafþórsdóttir ræða bækur sínar
Elísabet Jökulsdóttir og Anna Hafþórsdóttir ræða bækur sínar

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Bókakaffi | Erfð áföll

Miðvikudagur 24. nóvember 2021

Hvernig berast áföll niður kynslóðir? Er mögulegt að losa sig úr viðjum áfallasögunnar? 

Á þessu bókakaffi koma saman tveir rithöfundar, þær Elísabet Jökulsdóttir og Anna Hafþórsdóttir, en þær hafa velt þessu fyrir sér í skáldverkum sínum, á mismunandi vegu. 

Elísabet Jökulsdóttir er landsmönnum vel kunn fyrir ritstörf, en hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Aprílsólarkulda. Þar fylgir lesandinn ungri konu sem reynir að fóta sig í samfélaginu en það reynist þrautaganga þegar geðsjúkdómur hennar tekur æ meira pláss. 

Handrit Önnu Hafþórsdóttur, Að telja upp í milljón, bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2021, en þar beinir hún sjónum að áfallasögu fjölskyldu út frá sjónarhorni aðalpersónunnar, stúlku sem berst við að losa sig úr hlekkjum hennar.

Frekari upplýsingar veitir: 
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is