Portrett mynd af Andreu Eyland
Andrea Eyland

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Foreldrakaffi | Kviknar-samfélagið

Þriðjudagur 15. mars 2022

Kviknar-samfélagið er rödd foreldra í barneignarferli og vettvangur til þess að deila raunum og reynslu og til þess að standa saman.

Kviknar-samfélagið er hugarfóstur Andreu Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttur en hún heldur úti stóru samfélagi foreldra á Instagram og sér um hlaðvarpið Kviknar. Auk þess hefur hún gert tvær sjónvarpsþáttaseríur fyrir Símann og Stöð 2, Líf Kviknar og Líf Dafnar og gefið út bókina Kviknar sem er hispurslaust fræðirit um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.

Andrea mun kynna starfsemi Kviknar-samfélagsins og mikilvægi þess fyrir foreldra landsins.

Viðburður á Facebook.

Kviknar-samfélagið á Instagram.

Taka frá bókina Kviknar á bókasafninu hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni