Guttormur Þorsteinsson leiðir hjólatúrinn
Guttormur Þorsteinsson leiðir hjólatúrinn

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Hjólatúr | Stefnumót við skáldin í hverfinu

Laugardagur 28. maí 2022

Komið með í hressandi og andlega nærandi hjólatúr og hlustið á Guttorm lesa upp ljóð og prósa sem tengjast hverfunum í kringum Kringlumýri. Kynnumst skáldunum í Hlíðunum og Háaleitishverfi, förum aftur í tímann, eltumst við ketti í Kringlunni og ræningja í Öskjuhlíðinni.

Hjólatúrinn hefst við Borgarbókasafnið Kringlunni, framan við inngang safnsins í bílakjallaranum. Vinsamlegast mætið tímanlega. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund og svo fáum við okkur hressingu á kaffihúsi í lok ferðar.

Hjólastjórar: Árni Davíðsson hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Guttormur Þorsteinsson, sagnfræðingur og deildarbókavörður á Borgarbókasafninu Kringlunni.

Boðið hefur verið upp á hjólatúra með bókmenntalegu ívafi síðan í janúar, en þetta er síðasti hjólatúr timabilsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Hjólafærni á Íslandi og Landssamtökum hjólreiðamanna þar sem boðið er upp á skemmtilega blöndu af útivist, hreyfingu og andlegri næringu. Verkefnið hlaut styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar.

Hjólatúrarnir eru ókeypis og öll velkomin að taka þátt.

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veita:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
hjolafaerni@hjolafaerni.is

Hjólafærni á Íslandi  Landssamtök hjólreiðamanna