Gönguskór í nátturunni
Mynd: Sorin Gheorghita/Unsplash

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Tónlist

Hrollvekja á Úlfarsfelli | Ganga með Yrsu Sigurðardóttur og tónleikar með Snorra Helgasyni

Föstudagur 26. ágúst 2022

Í samstarfi við drottningu íslenskra glæpasagna, rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur og verðlaunatónlistarmanninn Snorra Helgason ætlar Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal að hætta sér í sannkallaða svaðilför upp á Úlfarsfell.

Á meðan á göngunni stendur mun Yrsa fá hár gönguhópsins til að rísa með sinni alkunnu frásagnakunnáttu. Þegar á toppinn er komið mun Snorri taka á móti hópnum og halda uppi dulúðugri stemmningu á útsýnispallinum með kynngimagnaðri tónlist sinni.

Gönguhópurinn hittist á bílastæðinu við Úlfarsfell í Úlfarsárdal kl. 17:00 (sjá kort neðst á þessari síðu) en gangan upp á útsýnispallinn tekur um klukkustund.
Um kl. 18:00 hefjast tónleikarnir og að þeim loknum, um kl. 18:30 verður gengið niður aftur.
Gert er ráð fyrir að göngunni ljúki um kl. 19:30.

Um að gera að láta hrollinn líða úr sér í Dalslaug þegar niður er komið en laugin er opin til kl. 22:00.

Ekki láta þennan hryllilega viðburð framhjá þér fara!

Öll velkomin.

Yrsa Sigurðardóttir og Snorri Helgason

Tímasetningar:

kl. 17:00:            Gönguhópur hittist á bílastæðinu við Úlfarsfell í Úlfarsárdal.

                                Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur verður í fararbroddi.

kl. 18:00:            Tónleikar á Úlfarsfelli með Snorra Helgasyni.

kl. 18:30:            Gönguhópur heldur til baka.

kl. 19:30:            Göngu lýkur.

 

Viðburður á Facebook.

Kort af Úlfarsárdal

Nánari upplýsingar veitir:

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá

stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is