Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Húslestur | Anna Gyða og Eiríkur Guðmunds lesa

Miðvikudagur 24. febrúar 2021

Í vetur fáum við að kynnast eftirlætistextum rithöfunda, grúskara og bókabéusa, sem heimsækja okkur einu sinni í mánuði. Að þessu sinni koma Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson og lesa fyrir okkur brot hvaðanæva að og deila með okkur töfrunum sem búa í hinu ritaða orði. Anna Gyða og Eiríkur stýrðu saman útvarpsþáttunum Lestinni á Rás 1 og hafa þau sinnt ýmsum rit- og útvarpsstörfum í gegnum tíðina. 

Frítt er inn og við hvetjum fólk til að taka með sér handavinnuna, slökkva á snjalltækjunum og njóta þess að dvelja í augnablikinu. 

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn, sjá form neðst á síðunni.


•    Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð
•    Kaffihúsið er opið.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is
 

Bókanir