Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Tónlist

Jólabragur í Borgarbókasafninu

Laugardagur 4. desember 2021

Margrét Eir syngur jólalög, Eva Rún Snorradóttir og Hildur Knútsdóttir lesa úr bókum sínum og föndurstund fyrir börnin.

Í jólastund Borgarbókasafnsins koma saman þau Margrét Eir söngkona ásamt hljómsveit og ætla að spila nokkur af okkar allra dásamlegustu jólalögum.
Þórarinn Eldjárn verður með upplestur úr bók sinni Umfjöllun og Hildur Knútsdóttir les úr bók sinni Nú er nóg komið. Einnig verður jólaföndurstund þar sem hægt er að gera t.d. falleg jólatré úr gömlum kiljum.

Athugið að svipuð dagskrá verður í Borgarbókasafninu Árbæ sunnudaginn 5. desember. Sjá nánar hér

Kl: 13.30 Hildur Knútsdóttir les úr bók sinni Nú er nóg komið
Kl: 13.45 Eva Rún Snorradóttir les úr bók sinni Óskilamunir
Kl: 14.00 - 14.45 Margrét Eir og hljómsveit leika jólalög
Kl: 13.30-15.30 Jólaföndur með Sigurrós

Með Margréti Eir söngkonu spila þau Sunna Gunnlaugsdóttir píanó, Scott McLemore trommur og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.

Eva Rún Snorradóttir mun lesa úr nýútkominni bók sinni Óskilamunir sem geymir sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er.

Hildur Knútsdóttir les úr bókinni Nú er nóg komið! sem hún skrifar með Þórdísi Gísladóttur og fjallar um stelpur í 8. bekk sem þurfa að endurskoða öll sín áform þegar óvæntur heimsfaraldur mætir til landsins. Þó að þær þurfi að húka heima í sóttkví er alveg óþarfi að láta sér leiðast! Það má alltaf finna sér óvænt verkefni, eins og að reka sjoppu eða njósna um dularfulla nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu.

Föndurstundin er í höndum Sigurrósar Jónsdóttur bókavarðar og föndurmeistara og ætlar hún að kenna hvernig er hægt að búa til  falleg jólakort og merkispjöld úr pappírsafgöngum og föndurpappír.  Allur efniviður verður á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur. Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar: 
Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni