Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir

Kvöldganga | Þar sem skáldskapurinn gerist

Fimmtudagur 9. júní 2022

Rithöfundarnir og vinkonurnar Auður Jónsdóttir og Kamilla Einarsdóttir bjóða ykkur með sér í bókmenntagöngu um miðbæinn. Staldrað verður við í krókum og kimum miðbæjarins, þar sem skáldskapurinn gerist. Saman ætla þær að sýna ykkur leynistaði sína í hverfinu og kynna ykkur fyrir nokkrum leynigestum. Ferðin verði hugvíkkandi á safaríkan hátt.

Auður Jónsdóttir er flestum landsmönnum kunn, sem rithöfundur, blaðamaður og pistlahöfundur. Hún er margverðlaunuð, bækur hennar hafa notið vinsælda og skáldsögur hennar hafa verið aðlagaðar bæði að leikhúsi og hvíta tjaldinu. Auður skrifar raunsæisverk sem einkennast af húmor og hlýju þrátt fyrir að viðfangsefnin séu oft alvarleg. 

Kamilla Einarsdóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu Kópavogskróníku árið 2018 sem síðar var sett á svið Þjóðleikhússins. Í fyrra kom út bókin Tilfinningar eru fyrir aumingja sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Kamilla er virk á samfélagsmiðlum og segja má að færslur hennar þar séu oft skáldlegur skemmtilestur.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram. 

Þátttaka er ókeypis.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir: 
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is