Ólafur Egill leiðir göngu um slóðir Ástu Sigurðardóttur
Ólafur Egill leiðir göngu um slóðir Ástu Sigurðardóttur

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Bókmenntir
Fræðsla

Kvöldganga | Um slóðir Ástu Sigurðardóttur

Fimmtudagur 12. ágúst 2021

Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Hún ögraði ríkjandi viðhorfum og var óhrædd við að segja hug sinn. Á vegferð sinni mætti hún bæði fordómum og hörku – lífið var ekki alltaf dans á rósum – en goðsögnin sem eftir lifir er djörf og hugrökk kona með von í hjarta.

Í haust verður sett á fjalirnar leiksýning um Ástu í Þjóðleikhúsinu, sem Ólafur Egill Egilsson bæði skrifar og leikstýrir. Ólafur mun að því tilefni leiða bókmenntagöngu um slóðir Ástu Sigurðardóttur þar sem staldrað verður við á nokkrum af þeim stöðum sem hún hafðist við á sinni stuttu, en litríku ævi.

 

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Lagt er af stað kl. 20 frá Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis. Við biðjum alla vinsamlegast um að skrá sig í göngurnar, en vísum þó engum frá. Skráning fer fram í viðburðum á heimasíðum viðkomandi safns.