Leshringur í Borgarbókasafninu í Árbæ
Leshringurinn Konu- og karlabækur hittist mánaðarlega

Um þennan viðburð

Tími
15:45 - 16:45
Verð
Frítt
Bókmenntir

Leshringur | Konu- og karlabækur

Miðvikudagur 5. febrúar 2020

Leshringurinn í Borgarbókasafninu í Árbæ hittist fyrsta miðvikudag í mánuði. 
Yfirleitt er lesin ein skáldsaga og ein ljóðabók og velja þátttakendur í sameiningu lesefni næsta fundar. 

Það kenndi margra grasa í jólalestri bókaormanna í leshringnum og gaman að deila lestrarupplifun desembermánaðar. Nú er það janúarlesturinn og þá er ætlunin að lesa skáldsöguna Ástin Texas eftir nýbakaðan menningarverðlaunahafa RÚV. Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ljóðabókin sem við lesum er Fræ sem frjóvga myrkrið eftir Evu Rún Snorradóttur sem hlaut bókmenntaverðlaunin Maístjörnuna fyrir bókina. 

 

Umsjón of nánari upplýsingar hjá Jónínu Óskarsdóttur

jonina.oskarsdottir@reykjavik.is, s. 4116250