Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:15
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Leshringurinn 101 - Grófinni

Þriðjudagur 21. september 2021

Leshringurinn 101 hittist aftur í haust á 5. hæð í Grófinni. Lesnar verða bækur af ólíkum toga. Notaleg skáldskapar- og kaffistund í sófanum á safninu þar sem spjallað er um lestrarreynslu og upplifun af skáldverkum, bæði sögum og ljóðum.

Fyrsti fundur hefst þriðjudaginn 21. september á bókinni Álabókin eftir Patrik Svensson sem kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur í fyrra.  Forvitnilegur og seiðandi texti um tengsl, þekkingarleit, leyndardóma.

„Þegar pabbi talaði um Þanghafið hljómaði það eins og framandi ævintýraheimur. Eða eins og endimörk heimsins. Ég sá fyrir mér mílu eftir mílu af opnu hafi sem skyndilega breyttist í þétta breiðu af þangi sem iðaði af lífi og hreyfingu og álar hlykkjuðust hver um annan og dóu og sukku til botns á meðan lítil og gegnsæ pílviðarlauf flutu samtímis upp í átt að birtunni og létu sig berast með ósýnilegum straumnum. Í hvert sinn sem við veiddum ál horfðist ég í augu við hann og reyndi að sjá eitthvað af því sem hann hafði séð. Þeir horfðust aldrei í augu við mig.“   

Álabókin

 

Dagskrá haustsins:

Þriðjudagur 21. september kl. 17.15 – 18.15

Álabókin – Sagan um heimsins furðulegasta fisk eftir Patrik Svensson.

Íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir.

Patrik Svensson var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2021.

 

Þriðjudagur 12. október kl. 17.15 – 18.15

Að borða Búdda. Líf og dauði í tíbeskum bæ eftir Barbara Demick.

Íslensk þýðing: Uggi Jónsson.

Barbara Demick var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík dagana 8.-11. september 2021.

 

Þriðjudagur 2. nóvember kl. 17.15 – 18.15

Áhugaverðar og nýlegar íslenskar ljóðabækur:

Hún sem stráir augum eftir Björk Þorgrímsdóttur.

Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur.

 

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 17.15 – 18.15

10 mínútur og 38 sekúndur í þessari veröld, eftir Elif Shafak.

Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir.

Sjá stutta kynningu á höfundinum hér.

 

Umsjón: Soffía Bjarnadóttir. Skráning í leshringinn í gegnum netfangið:  soffia.bjarnadottir@reykjavik.is 

Leshringurinn er opinn öllum, hámarks fjöldi er 12 manns.

Bækur og annað efni