Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér
Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Leshringurinn 101 | Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér

Þriðjudagur 9. mars 2021

Leshringurinn 101 hittist á 5. hæðinni í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl. 17:30-18:30.  

Í leshringnum viljum við skapa huggulega stemningu þar sem við komum saman, sötrum kaffi og spjöllum um bækur.

Í leshring marsmánaðar spjöllum við um bókina Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson sem kom út 2014. Sagan um Hans Jónatans er merkileg og varpar ljósi á tengsl Íslands við umheiminn í byrjun 19. aldar. Hann settist að á Djúpavogi, starfaði sem verslunarmaður og bóndi og giftist íslenskri konu. Þau eiga marga afkomendur og gerði höfundur heimildamynd byggða á bókinni 2017 með kvikmyndagerðarmanninum Valdimar Leifssyni.

Hámarksfjöldi í hverjum leshring er 12 manns. Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Dísi Jónatansdóttur.  
Sóttvarnarreglur eru virtar í hvívetna á Borgarbókasafninu.

Dagskráin framundan:

13. apríl | Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah

11. maí | Saga býflugnanna eftir Maja Lunde

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Hér er að finna almennar upplýsingar um leshringi Borgarbókasafnsins.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Umsjón: Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni