Ljóðakaffi | Kristín Svava og skáldsystur
Ljóðakaffi | Kristín Svava og skáldsystur

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Ljóðakaffi | Kristín Svava og skáldsystur

Fimmtudagur 13. febrúar 2020

Það verður böbblí í boði Borgarbóksafnsins í Kringlunni líkt og í ljóði ljóðskáldsins Kristínar Svövu Tómasdóttur. Hún kemur fram ásamt skáldsystrum sínum Ástu Fanney Sigurðardóttur, Fríðu Ísberg og Þórdísi Gísladóttur á ljóðakaffi safnsins. Þær munu framreiða fyndin og freyðandi ljóð til að hressa upp á andann í febrúarskammdeginu. Léttar veitingar eru í boði fyrir ljóðelska gesti.

Kristín Svava er þekkt fyrir bæði ljóðabækur og fræðistörf. Ásta Fanney Sigurðardóttir gaf út sína fyrstu ljóðabókina Eilífðarnón fyrir jólin. Fríða Ísberg og Þórdís Gísládóttir sendu sömuleiðis frá sér ljóðabækur, Leðurjakkaveður og Mislæg gatnamót.

Nánari upplýsingar veitir:
Hildur Baldursdóttir
hildur.baldursdottir@reykjavik.is
S. 411 6207

Bækur og annað efni