Stefnumót við rithöfunda
Stefnumót við rithöfunda

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Staður
Facebook
Hópur
Ungmenni
Bókmenntir
Fræðsla
Netviðburðir

Netviðburður | Stefnumót við Guðna, Rut og Sólborgu

Þriðjudagur 8. desember 2020 - Fimmtudagur 31. desember 2020

Kynning og upplestur úr þremur ungmennabókum á Facebook síðu Borgarbókasafnsins

Síðustu ár hefur skapast sú hefð á Borgarbókasafninu að bjóða ungmennum á stefnumót við rithöfunda sem eiga spennandi bækur í jólabókaflóðinu fyrir þennan aldurshóp. Í ár bregðum við út af venjunni og sendum út í kosmósið myndbönd með þremur rithöfundum sem kynna og lesa upp úr glænýjum bókum sínum. Myndböndin eru öllum aðgengi á Facebook síðu Borgarbókasafnsins.

Það eru þau Guðni Líndal Benediktsson með bók sína Bráðum áðan, Rut Guðnadóttir með frumraun sína Vampírur, vesen og annað tilfallandi og Sólborg Guðbrandsdóttir með bók sína Fávitar sem byggir á samnefndu samfélagsátaki gegn kynferðisofbeldi.


Rut Guðnadóttir: Vampírur, vesen og annað tilfallandi


Guðni Líndal Benediktsson: Bráðum áðan


Sólborg Guðbrandsdóttir: Fávitar

Við hvetjum kennara og foreldra að nýta myndböndin til að vekja áhuga ungmenna á bókum og yndislestri. Á Facebook síðu Borgarbókasafnsins er auk þess að finna heilmikið af spennandi efni fyrir þennan aldurshóp sem tengist bókmenntum, tónlist og tækni, og þar ber einna hæst Fiktvarpið sem hefur notið mikilla vinsælda.

Kynningin fer í loftið þann 8. desember og verður aðgengileg frá heimasíðu Borgarbókasafnsins til 31. desember,

Nánari upplýsingar veitir:

Rut Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | s. 411. 6210

Bækur og annað efni