Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Bókmenntir
Börn

Sumarsmiðja | Skapandi skrif fyrir 9-12 ára

Mánudagur 13. júní 2022 - Fimmtudagur 16. júní 2022

Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.

Hvaðan koma hugmyndirnar? Í þessari léttu og líflegu smiðju með Sverri Norland læra þátttakendur einfaldar en öflugar leiðir til að búa til sögur og velta jafnframt fyrir sér hvaðan hugmyndir koma. Hvað eru apandi skrif? En gapandi skrif? Hvað þá hrapandi skrif?

Sumarsmiðja fyrir hugmyndaríka krakka þar sem þeir eru virkjaðir til að leika sér með orðin og vera óhræddir við rannsaka eigið hugarflug. Þátttakendur fá líka tækifæri til að teikna og jafnvel leika persónur sínar.

Sverrir Norland er landsþekktur fyrir margbreytileg bókmenntatengd störf. Hann er rithöfundur, þýðandi, útgefandi og fyrirlesari. Hann hefur einnig starfað sem gagnrýnandi í Kiljunni og látið að sér kveða á sviði umhverfismála.

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6255