Sumarbækur kvöldsins
Sumarbækur kvöldsins

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Sumarútgáfan með Sunnu Dís

Fimmtudagur 26. ágúst 2021

Sumarið er tíminn - til lesturs! Ljúfu lestrarsumri er tekið að halla og af því tilefni bjóðum við til okkar höfundum og þýðendum bóka sem eflaust hafa ratað í þó nokkra lestrarstafla í sumarfríinu. 

Anna Hafþórsdóttir sendi frá sér skáldsöguna Að telja upp í milljón í vor en hún er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. Að telja upp í milljón er áhrifarík saga um flókin fjölskyldutengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið. 

Halldór Guðmundsson leggur upp í bókmenntalega hringferð í Sagnalandinu, með viðkomu á mörgum þeirra ótal staða á landinu sem um hafa spunnist sögur eða sem orðið hafa kveikjur ljóða og skáldsagna. 

Ingunn Snædal þýddi tvær erlendar skáldsögur sem báðar hafa komið sér makindalega fyrir í efstu sætum vinsældalistans í sumar; Fimmtudagsmorðklúbbinn eftir Richard Osman og Bréfið eftir Kathryn Hughes. 

Spjallinu stýrir Sunna Dís Másdóttir, bókmenntagagnrýnandi.

Borgarbókasafnið Sólheimum heldur árlega upp á sumarbókaútgáfuna sem verður blómlegri með hverju ári!

Allir velkomnir. 

 

Frekari upplýsingar veita:

Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com | s. 699 3936

Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | s. 411 6201 | s. 411 6161

Sjá viðburð á Facebook | info in English on Facebook
Opnunartími á Borgarbókasafninu Sólheimum