Sumarútgáfan með Sunnu Dís
Sumarútgáfan með Sunnu Dís

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Sumarútgáfan með Sunnu Dís

Fimmtudagur 2. júní 2022

Vantar þig innblástur fyrir sumarlesturinn? Á höfundaspjalli í Sólheimum gefst stórgott tækifæri til að fylla rækilega á lestrarlistann fyrir sumarið. Sunna Dís Másdóttir stýrir spjalli við þau Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur, Ingunni Snædal, Rebekku Sif Stefánsdóttur og Þórarin Eldjárn um nýlegar bækur þeirra og sumarlestur almennt.

Þórarinn sendi nýlega frá sér ljóðabókina Allt og sumt, en þær Heiða Vigdís og Rebekka eru báðar nýjar höfundaraddir sem sendu frá sér sínar fyrstu bækur nú í vor. Getnaður eftir Heiðu Vigdísi bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, og fyrsta skáldsaga Rebekku, Flot, kom nýlega út hjá Króníku. Ingunn Snædal mætir til leiks með spennandi  þýðingar í farteskinu, en á árinu hafa komið út í hennar þýðingu glæpasögur eftir Angelu Marsons, Richard Osman og Söru Blædel og Mads Peder Nordbo, og skáldsagan Fagri heimur hvar ert þú? eftir Sally Rooney.

Að auki munu allir þátttakendur mæla með vænlegum bókum til yndislestrar í sumar - það mun því ekki skorta innblásturinn.

Léttar veigar í boði og sumar í lofti!

Viðburðurinn hefst klukkan 17:30 og lýkur kl 18:30. Öll velkomin.


Nánari upplýsingar:

Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com | s. 699 3936 

Magnús Örn Thorlacius
magnus.orn.thorlacius@reykjavik.is | s. 411 6160

 

Sjá viðburð á Facebook