Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

AFLÝST Rafmögnuð tónlist - smiðja með Auði Viðarsdóttur

Laugardagur 4. september 2021

 

Vinsamlegast athugið að Rafmögnuð tónlistarsmiðjunni hefur verið aflýst. 

Dreymir þig um að semja tónlist? Viltu læra hvernig að gera það á spjaldtölvu?

Tónlistarkonan og pródúsentinn Auður Viðarsdottir (undir listamannanafninu rauður) heldur tónlistarsmiðju þar sem hún kynnir grunnatriði raftónlistar í forritinu Soundtrap. Forritið er vinsælt og auðvelt í notkun, það hentar vel til að búa til góða tónlist! Í námskeið sínum leggur Auður áherslu á að virkja sköpunarkraftinn, prófa sig áfram, finna sínar eigin leiðir í tónlistarsköpun og komast í gott flæði með þeirri tækni sem nýtt er.

 

Auður Viðarsdóttir var söngkona og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Nóru, en í október 2019 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu sem rauður, Semilunar. Í kjölfarið hefur hún komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum víða um Evrópu og hefur platan hlotið mikið lof.
Auk þess hefur Auður áralanga reynslu af skapandi vinnu með börnum og ungmennum, en hún er einn af meðstofnendum tónlistarsamtakanna Stelpur Rokka! Þar hefur hún kennt söng, lagasmíðar, hljómborðsleik og raftónlist svo eitthvað sé nefnt.

 

Smiðjan hentar 10-13 ára.
Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af forritinu eða formlega tónlistarmenntun.
Spjaldtölvur og heyrnatól á staðnum.

Námskeið er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg, sjá hér að neðan.
 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Justyna Irena Wilczyńska, deildarbókavörður
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is