Frá sýningunni Þín eigin bókasafnsráðgáta

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Brotið blað í bók | Smiðja

Laugardagur 13. nóvember 2021

Hvað getum við gert við allar gömlu, rykugu bækurnar sem leynast í geymslum og skúmaskotum? Hvernig væri að breyta þeim í listaverk? Við bjóðum börnum og fjölskyldum þeirra að koma saman í skemmtilegri smiðju þar sem kenndar verða einfaldar aðferðir við að búa til ýmiss konar bóklistaverk.

Skráning í smiðjuna fer fram hér neðst á síðunni.

Það vill svo skemmtilega til að í Gerðubergi stendur yfir sýningin Þín eigin bókasafnsráðgáta sem búin er til úr mörgum þúsundum bóka, sem hinir og þessir hafa dregið upp úr geymslunum sínum og fært okkur. Úr þeim höfum við skapað heila veröld, byggða svo til eingöngu úr gömlum bókum af öllum stærðum og gerðum. Og útkoman er hvílíkt sjónarspil!

Tilvalið er skrá fjölskylduna eða vinahópinn líka í skemmtilegan ratleik sem stendur öllum til boða. HÉR er hægt að sjá hvaða dag- og tímasetningar eru í boði og skrá sig til leiks.

Umsjón með smiðjunni hefur Hildigunnur Sigvaldadóttir, listkennslunemi og teiknari, en hún tók þátt í uppsetningu sýningarinnar og braut saman margar fallegar bækur. 

Sýningin stendur til 30. apríl 2022. Kynnið ykkur opnunartíma Borgarbókasafnsins Gerðubergi.

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170