kakó lingua web
Embla Vigfúsdóttir, vöru-og leikjahönnuður

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Börn

Fjöltyngd klippiljóð með Francescu Cricelli

Laugardagur 3. júlí 2021

Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt. Á kakó lingua viðburðum kennum við hvert öðru ný orð og setningar á mismunandi tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.

Francesca Cricelli, skáld og þýðandi, verður stjórnandi Kakó Lingua að þessu sinni. Í þetta skiptið munum við lesa dýraljóð á mismunandi tungumálum á meðan börnin teikna, lita og klippa út þeirra uppáhalds dýr allstaðar að úr heiminum og setjum þau inn á heimskort. Við lærum hvar dýrin lifa og hvaða tungumál eru töluð þar! Fransesca talar ítölsku, portugölsku, spænsku, ensku og smá íslensku. Við bjóðum börn og foreldra velkomin sem og þeirra móðurmál, svo leikum við okkur og vinnum saman í að skilja hvert annað betur.
Allt efni í föndrið verður á staðnum.

Fransesca er skáld og bókmenntaþýðandi. Hún er fædd í Brasilíu, fjölskyldan hennar er frá Ítalíu og hún ólst upp í Malasíu.Starf hennar í skrifum og rannsóknum er byggt á áhuga hennar á þýðingum og fólksflutningum. Hún er með doktorsgráðu í Bókmenntum og Þýðingafræðum frá Háskólanum í São Paulo og hefur gefið út þónokkrar ljóðabækur. Þar má nefna Repátria (Demônio Negro, 2015), 16 poemas +1 (Sagarana Forlag, 2017), As curvas negras da terra (Nosotros, 2019) sem og ferðasöguna Errância (Macondi, 2019). Verk hennar hafa verið gefin út í ýmsum löndum á mismunandi tungumálum en nú býr hún í Reykjavík.
 

Full Dagskrá

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is