Rafmagnað tónlistarrými á Big Bang hátíðinni í Hörpu

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Staður
Harpa - tónlistarhús
Austurbakka 2
101 Reykjavík
Hópur
Börn
Börn
Tónlist
Skapandi tækni

FRESTAÐ Barnamenningarhátíð | Rafmagnað tónlistarrými

Fimmtudagur 22. apríl 2021

Big Bang tónlistarhátíð í Hörpu á sumardaginn fyrsta

Kíktu við og búðu til geggjaða raftónlist með okkur! Verkstæðið á Borgarbókasafninu stendur fyrir „drop-in“ smiðju á Big Bang tónlistarhátíð sem haldið verður í tónlistarhúsinu Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þar geta krakkar lært að búa til raftónlist á fimm mínútum með iPad-forritinu Figure. Og fyrir þau sem vilja fikta meira, kynnum við Specdrums! Trommaðu taktinn (með hjálp bluetooth) á litríka hluti - ávexti, bækur, föt eða bara hvað sem þér dettur í hug.

12 krakkar komast að í einu, svo ef smiðjan er fullsetin er tilvalið að koma aftur aðeins seinna.

BIG BANG FESTIVAL verður haldin í Hörpu þann 22. apríl 2021 og er evrópsk tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur sem fá að upplifa fjölbreytta og metnaðarfulla efnisskrá er samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum undir handleiðslu fagfólks í tónlist.

Sérstök áhersla er lögð á tónlistarfólk og tónskáld sem sjá ævintýrið í tónlistarsköpun sinni og vilja leita frjórra leiða til að kynna tónlist fyrir börnum og deila með þeim sviðinu.

Nánari upplýsingar veitir:

Karl James Pestka
karl.james.pestka@reykjavik.is