ÝRURARI
YRURARI

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Börn
Ungmenni

Fullbókað | Sumarsmiðjur 13-16 ára | Umbreyttu flíkum með Ýrúrarí

Mánudagur 21. júní 2021 - Föstudagur 25. júní 2021

Hvar: OKIÐ, efri hæð Gerðubergs

Hve margir:  10

Hvenær: 21-25 júní frá kl 10-12

Smiðja hentar 13-16 ára

Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.

OPIÐ FYRIR SKRÁNING HÉR NEÐST Á SÍÐUNNI 

 

Textílhönnuðurinn og listaskonan Ýr Jóhannsdóttir stýrir skapandi fataviðgerðarsmiðju þar sem nemendur gera tilraunir með hvernig hægt er að laga og breyta gömlum flíkum með afli hugmyndarflugsins og handverks. Í smiðjunni er farið í saumana á því hvernig hægt er að gefa gömlum fötum nýtt líf og merkingu, með sagnalist, teikningu, þræði og leik. 

Þátttakendur þurfa ekki neinn sérstakan grunn í textíl og eiga aðferðirnar sem notast verður við að vera öllum aðgengilegar og nýtast í framtíðar listsköpun og fataviðgerðir. 

 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar.

Þessi smiðja fer fram í Okinu í Gerðubergi þar sem lögð er áhersla á að skapa vettvang fyrir ungmenni til sköpunar, fræðslu, sjálfstæðis og skemmtunar.

 

Frekari upplýsingar um smiðjuna veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is