Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Ungmenni

Hjartað mitt | Sögustund og föndur

Sunnudagur 16. október 2022

Sögustund, spjall og föndur fyrir litlu hjörtun okkar.

Við lesum saman Hjartað mitt, ljóðabók um tilfinningar eftir Jo Witek og Christine Roussey í þýðingu Hallgríms Helgasonar.

Dramadama, dýjamosi, kátínuborgir og éljablíð snjókorn. Þetta eru bara nokkur af þeim dásemdarorðum sem finna má á fallega myndskreyttum síðum bókarinnar, en Hallgrímur Helgason þýddi þessa ljóðabarnabók svo leikandi og lipurt og fyrir það var hann tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2021.

Að lestri loknum ræðum við hjartans mál og föndrum eitthvað hjartanlegt saman.

Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, deildarbókavörður
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250

Bækur og annað efni