Sendibréf

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Kæri vinur | Sendibréfasmiðja

Laugardagur 4. desember 2021

Það er gaman að setjast niður í rólegheitum, skrifa og jafnvel myndskreyta bréf til góðs vinar eða bara ömmu og afa. Sendibréf eru svo skemmtilega rómantísk og um leið svolítið gamaldags! Það er eitthvað kitlandi við að setja bréf í umslag, líma frímerkið á og stinga síðan bréfinu í póstkassann. Bíða svo spennt eftir viðbrögðum viðtakandans sem oftar en ekki er ótrúlega glaður að fá sendibréf í sniglapósti.

Skráning í smiðjuna fer fram neðst á síðunni...

Tilvalið er að skoða í leiðinni sýninguna Þín eigin bókasafnsráðgáta sem stendur yfir í Gerðubergi. Jafnframt hvetjum við fjölskyldur og vinahópa að skrá sig til leiks í ratleik sýningarinnar.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170