Embla Vigfúsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Börn

Kakó Lingua | Borðspil með Emblu

Sunnudagur 24. október 2021

 

Embla Vigfúsdóttir er vöru- og leikjahönnuður með ástríðu fyrir borðspilum, bæði að spila þau og búa þau til.

Hún býður börnum á öllum aldri að koma og spila með fjölskyldum sínum og vinum. Embla er gestum innan handar ef á þarf að halda en mörg spilanna krefjast engrar tungumálakunnáttu og því tilvalið að spila saman þótt móðurmálin séu ekki þau sömu.

Á kakó lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi. Viðburðirnir eru allir staðsettir á Borgarbókasafninu í Kringlunni og þátttaka er ókeypis. Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt, en þau yngstu gætu gætu þurft á hjálp frá foreldri að halda.

Síðast, en alls ekki síst, er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Viðburðurinn á Facebook.

Full Dagskrá

Nánari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir | verkefnastjóri - viðburðir og fræðsla.
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is