Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Tungumál

Kakó Lingua | Skapandi hreyfing á milli bókahillna

Sunnudagur 13. nóvember 2022

Patrycja Bączek, höfundur og dansari, leiðir barnafjölskyldur í gegnum vinnustofu sem sameinar allt í senn; hreyfingu, félagsleg samskipti og skapandi og tilfinningalega tjáningu. Prófum að hreyfa okkur á mismunandi vegu, dansa á milli bókahillnanna, leika okkur með hluti í kringum okkur og skoðum samskipti og tengsl án orða. 

Meginþemu: Tengsl og samskipti án orða.

Viðburður á facebook.
 

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.
 

Dagskrá Kakó Lingua - Haust 2022:
Sunnudagur 23.10 | Byggjum nýjan heim með legokubbum
Sunnudagur 30.10 | Heimspeki fyrir börn
Sunnudagur 13.11| Skapandi hreyfing á milli bókahillna
 

Frekari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is