Anime klúbbur Gerðuberg Borgarbókasafnið
Anime klúbbur Borgarbókasafnsins

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Börn
Ungmenni

Klúbbur | Fyrir alla Anime aðdáendur

Miðvikudagur 24. febrúar 2021

Þessi glænýji klúbbur er ætlaður krökkum á aldrinum 13-16 ára sem hafa brennandi áhuga á Anime. 

Miðvikudaginn 3. febrúar hittist klúbburinn í fyrsta sinn í Gerðubergi ásamt leiðbeinanda og við kynntum hvað klúbburinn getur haft fyrir stafni. Á Verkstæðinu í Gerðubergi er til dæmis hægt að gera merki, prenta á boli og þrívíddaprenta svo eitthvað sé nefnt. Svo verða að sjálfsögðu skipulagðar bíósýningar, teiknismiðjur, kynningar á Anime bókum og japanskri menningu og bara hvað sem klúbbmeðlimum dettur í hug að gera næst! 

Við tökum vel á móti ykkur öllum.

Það er auðvitað ekkert þátttökugjald, en skráning er nauðsynleg.

Ef þið hafið áhuga á að vera með í klúbbnum, þá vinsamlegast sendið póst á holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir Verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is