Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 12:30
Verð
Frítt
Hópur
Nemendur
Börn

Lesið fyrir hund

Laugardagur 13. nóvember 2021

Sólheimasafn býður upp á Lesið fyrir hund sem eru lestrarstundir fyrir læs börn á grunnskólaaldri. Stundirnar eru hugsaðar til þess að auka öryggi barna við lestur,  þau lesa fyrir þjálfaðan hund sem hjálpar þeim að gera lestrarstundina  afslappaða og þægilega og án nokkurrar gagnrýni. Börnin taka með sér bók eða fá lánaða á bókasafninu.

Athugið að lestrarstundirnar eru ekki fyrir börn sem eru hrædd við hunda.

Þetta er síðasta lestrarstundin í þessari viðburðaröð.

Lestrarstundin er 20 mínútur og skráning er hér fyrir neðan. Forföll þarf að boða með fyrirvara. 

Við munum hafa samband við þátttakendur fyrir sögustundirnar og nánari tímasetning verður þá ákveðin.     

Upplýsingar veitir:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir s. 411-6160
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is