Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Börn

Skapandi tjáning | 13-16 ára

Þriðjudagur 7. september 2021

Nýr klúbbur fyrir 13-16 ára hefur göngu sína í OKinu þar sem við skoðum og æfum tjáningu í öllum sínum myndum. Við munum vinna saman í smiðjum með fjölbreyttar kveikjur sem vekja upp sköpunargáfuna. 

Á fyrsta fundi klúbbsins munum við skoða hvaða tjáningarform vekja áhuga klúbbmeðlima og ákveða hvað klúbburinn muni heita. Þá verður líka ákveðið hversu oft hópurinn muni hittast í vetur. Ókeypis er að taka þátt í klúbbnum, en þörf er á skráningu með því að senda póst á: vignir.arnason@reykjavik.is

Vignir Árnason mun leiða klúbbinn, en hann er með meistaragráðu í ritlist og hefur mikla reynslu af ritstörfum.

 

Hámarksfjöldi þátttakenda: 15, fyrir 13-16 ára.

Frekari upplýsingar um klúbbinn má finna hér.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Vignir Árnason, bókavörður

vignir.arnason@reykjavik.is

Bækur og annað efni