flatlay af gítar, kaffi og dagbók

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Sumarsmiðja | Lærðu að búa til þitt eigið lag fyrir 9-12 ára

Mánudagur 13. júní 2022 - Miðvikudagur 15. júní 2022

Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.

Staðsetning: Smiðjan

Langar þig að læra að búa til þitt eigið lag? Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast ýmsum aðferðum til að semja tónlist og útfæra hugmyndir sínar. Einnig verður farið í hljóðver þar sem allir þátttakendur fá að kynnast alvöru upptökubúnaði og fá hjálp við að taka upp lögin sín í lok námskeiðsins. Ekki missa af þessu skemmtilega tækifæri til að að komast skrefi nær draumnum þínum.

Hildur Kristín Stefánsdóttir (Hildur) er lagahöfundur, pródúsent og tónlistarkona úr Reykjavík. Hún hefur á síðustu árum getið sér gott orð sem lagahöfundur bæði fyrir sína eigin tónlist og fyrir aðra listamenn. 

Ferill hennar hófst í hljómsveitinni Rökkurró árið 2006 sem söngkona, sellóleikari og lagahöfundur.  Árið 2016 færði hún sig svo yfir í popptónlistina, hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins árið 2017 fyrir lagið “I’ll Walk With You”,  hefur átt 2 lög í úrslitum Söngvakeppninnar, gefið út tvær EP plötur og stofnaði nýlega hljómsveitina RED RIOT með Cell7.

Hildur vinnur nú að sinni fyrstu sólóbreiðskífu, fyrstu breiðskífu RED RIOT ásamt því að vinna í nokkrum tónlistarverkefnum sem lagahöfundur og pródúser en hún er einn af fáum kvenkyns pródúserum á landinu.

Hildur hefur kennt börnum og fullorðnum laga -og textasmíðar síðastliðin ár hjá MÍT, STEF og á eigin vegum.

Nánari Upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir | Sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270