Einar Aron töframaður
Einar Aron töframaður

Um þennan viðburð

Tími
09:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Sumarsmiðja | Töfraskóli fyrir 9 - 12 ára

Mánudagur 13. júní 2022 - Fimmtudagur 16. júní 2022

Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.

Trúir þú á töfra? Í töfraskólanum gefst krökkum tækifæri á að gægjast á bak við töfratjaldið, skyggnast ofan í hattinn og kanna dásemdina sem fylgir töfrabrögðum. Eftir að hafa svarið töframannseiðinn munu nemendur læra fjölbreytt undirstöðuatriði töfranna af sjálfum töframeistaranum Einari Aroni. Í skólalok ná svo töfrarnir hámarki þegar nemendur sýna afrakstur vikunnar í útskriftarathöfn þar sem fjölskyldu og vinum er boðið að koma og sjá hina nýútskrifuðu töframenn að störfum.

Einar Aron ákvað níu ára gamall að verða töframaður og fyrir fermingu hafði hann haldið sína hundruðustu töfrasýningu. Nú á hann að baki á annað þúsund töfrasýningar um allt land og haldið tugi töfranámskeiða, m.a. fyrir börn, unglinga, eldri borgara og íslenskan geðlækni. Fyrir rétt tæpum áratug gaf hann einnig út kennslu-DVD disk í töfrabrögðum.
 

Nánari upplýsingar veitir:
Rut Ragnarsdóttir, sérfræðingur
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411-6210