Borðspilasmiðja
Borðspilasmiðja

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Börn
Ungmenni

Sumarsmiðjur 13-16 ára | Borðspilahönnun

Mánudagur 5. júlí 2021 - Föstudagur 9. júlí 2021

Hvar: OKIÐ, efri hæð Gerðubergs
Hve margir:  10
Hvenær: 5  - 9. júlí frá kl. 10-12
Smiðja hentar 13-16 ára

Smiðjan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð.

OPIÐ FYRIR SKRÁNING HÉR NEÐST Á SÍÐUNNI 

 

Borðspil verða vinsælli með hverju árinu og eru frábær afþreying með vinum og fjölskyldu. Allir geta hannað spil með rétta hugarfarinu, þar með talið þú!

Í þessari smiðju munum við gera æfingar sem byggja upp grunnþekkingu í leikjahönnun, spila spil okkur til innblásturs og hanna okkar eigin borðspil.

Leiðbeinandi smiðjunnar er menntaður leikjahönnuður og með einstaka þekkingu á borðspilum vegna vinnu sinnar til margra ára í Spilavinum.

 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni. 

Þessi smiðja fer fram í Okinu í Gerðubergi þar sem lögð er áhersla á að skapa vettvang fyrir ungmenni til sköpunar, fræðslu, sjálfstæðis og skemmtunar.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
Svanhildur.Halla.Haraldsdottir@reykjavik.is