Listakonurnar Jurgita og Angela

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Sýningar

Sýning | Drawn together

Þriðjudagur 9. nóvember 2021 - Þriðjudagur 23. nóvember 2021

Angela Shapow og Jurgita Motiejunaite sýna klippimyndir og verk sem eru unnin með blandaðri tækni.

Tvær konur með ólíkan bakgrunn frá sitt hvoru landinu hittast í Reykjavík. Þær eiga ýmislegt sameiginlegt;eru erlendar konur á Íslandi og það er áskorun fyrir þær báðar að sanna sig í íslensku samfélagi.

Þær hittust í alþjóðlegri menntunarfræði í Háskóla Íslands og hafa báðar ástríðu fyrir listsköpun. Það var af ólíkum ástæðum sem þær flutti til Íslands og líf þeirra, menning og starf sömuleiðis. Þær eiga listsköpun sameiginlega og eru báðar eiginkonur og mæður.

Jurgita og Angela hafa starfað við misjafna listræna miðla og hafa fjölbreytta reynslu í listsköpun. Þær eru báðar mjög tjáningaríkar og næmar fyrir samfélaginu sem þær búa í og heiminum í heild sinni.

Á sýningunni skoða tvær listakonur sérkenni sín og einnig það sem sameinar, en þær hittast af fallegri tilviljun. Sýningin sýnir leið tveggja listakvenna inn í íslenska menningu og er mikilvægt skref, að vefa sína eigin litríku þræði í íslenskt menningarmunstur.

 

Fyrir nánari upplýsingar:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður

gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is