Verk eftir nemendur í Waldorfskólanum
Vinnubækur og listaverk nemenda í Waldorfskólanum

Um þennan viðburð

Tími
(Á afgreiðslutíma)
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Sýningar

Sýning | Hugur, hjarta og hönd

Fimmtudagur 4. mars 2021 - Miðvikudagur 21. apríl 2021

Nemendur Waldorfskólans sýna vinnubækur sem þeir hafa útbúið frá grunni með áherslu á listræna hluta bókanna.  Einnig eru aðrar myndir og handverk til sýnis.

Í Waldorfskólunum er áherslan lögð á alhliða þroska barnsins þar sem listrænum og verklegum þáttum kennslunnar er gert jafnhátt undir höfði og bóklegum þáttum. 

Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum byggir skólastarfið á waldorfuppeldis- og kennslufræði þar sem mikil áhersla er lögð á að stuðla að alhliða þroska nemandans.  Uppeldisfræðin hvílir á tveimur meginstoðum.  Annars vegar viðhorfum til mannsins og þeirri sýn á veru og eðli mannsins sem birtist í mannspeki Rudolf Steiner og hins vegar þeim hugmyndum sem hann setti fram um félagslega uppbyggingu samfélagsins.

Jöfn áhersla er lögð á vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamlegan þroska nemandans. Rík áhersla er á listræna og verklega nálgun í allri kennslu. Leitast er við að ná fram lifandi áhuga nemandans á viðfangsefnunum og koma til móts við þarfir og kröfur hans sem einstaklings. Í Waldorfskólanum Lækjarbotnum teljum við staðsetningu okkar afgerandi og mikilvægan þátt í því uppeldisstarfi sem fer fram.  Nemendum gefst kostur á að komast í nána snertingu við náttúruna, að upplifa náttúruöflin í „blíðu og stríðu" og lifa með hrynjandi árstíðanna.  Náttúran og náttúruupplifanir tengjast skólastarfinu á margan hátt.

Í leikskólanum er skapað heimilislegt, traust umhverfi fyrir börnin, umhverfi sem hlífir þeim við ytra áreiti og síbylju. Notaðir eru hlýlegir og mildir litir, húsgögn, leikföng og annar búnaður eru úr náttúrulegum efnivið. Sérstaða leikskólans er það umhverfi sem hann er stadddur í og er það óþrjótandi uppspretta fyrir leiki og efnivið sem notaður er við ýmis tækifæri.

Viðburðurinn á facebook.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Nánari upplýsingar veita:

Waldorfskólinn Lækjarbotnum – Waldorfleikskólinn Ylur
Lækjarbotnaland 53, 203 Kópavogur
waldorfskolinn@waldorfskolinn.is | s. 587 4499

Jónína Óskarsdóttir, deildarbókavörður
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is