Siljusmiðja - Anna Sæunn Ólafsdóttir
Siljusmiðja - Anna Sæunn Ólafsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Börn
Ungmenni
Verkstæði

FRESTAÐ Vetrarfrí | Siljan - Stiklugerð 10-16 ára

Fimmtudagur 17. febrúar 2022

Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 12. og 26. mars n.k.

Við bjóðum upp á skemmtilegt námskeið fyrir litla hópa í stiklugerð í vetrarfríinu í tengslum við Siljuna, árlega myndbandasamkeppni fyrir 5. – 10. bekk. Þátttakendur búa til stutt myndband um barna- eða unglingabók sem hefur komið út á síðustu tveimur árum.

Hópurinn velur saman bók sem hann langar að fjalla um og skráir sig á námskeiðið hér fyrir neðan.

Myndbandakeppnin Siljan er samstarfsverkefni Barnabókaseturs Íslands og Borgarbókasafnsins og er hún haldin á hverju ári. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins og eru vegleg verðlaun í boði fyrir sigurmyndbandið í hverjum aldursflokki.

Anna Sæunn Ólafsdóttir, leiðbeinandi námskeiðsins er menntuð leik- og kvikmyndagerðarkona. Hún hefur komið að framleiðslu og leikstjórn fjölda stutt- og heimildamynda og rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki í dag. Hún viðamikla reynslu og brennandi áhuga á vinnu með börnum og unglingum.

Skráning er hafin hér fyrir neðan

Dagskrá:

fimmtudaginn 17. feb kl. 13-15  - handritagerð

Milli námskeiða: Hópar taka upp myndefni fyrir stikluna

sunnudaginn 20. feb 13-15 - Myndbandsvinnsla. Hópar fá kennslu á myndvinnsluforrit og vinna stikluna sína.

Viðburður á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146