Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur
Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Fræðakaffi | Móri, Skotta og Skupla – bara draugar?

Mánudagur 28. febrúar 2022

Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur er einn þeirra vísindamanna sem koma að þverfaglega rannsóknarverkefninu Fötlun fyrir tíma fötlunar, sem nú er unnið að við Háskóla Íslands. Þar er beint sjónum að sögu fatlaðs fólks í íslenskri fortíð, en þetta er svið sem hefur lítið sem ekkert verið rannsakað fram til þessa. 

Eva Þórdís veltir fyrir sér hvort draugarnir alræmdu, Írafellsmóri, Mývatns-Skotta, Selsmóri og Skupla, séu kannski meira en bara draugar? Með því að skoða Móra- og Skottusagnir úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar frá sjónarhorni fötlunar kemur í ljós að kannski eru draugar stundum öðruvísí fólk.

Hún segir frá rannsóknum sínum á Fræðakaffi í Spönginni, verið öll velkomin!

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is