Spænska veikin, Gunnar Þór Bjarnason
Spænska veikin, Gunnar Þór Bjarnason

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fræðakaffi | Spænska veikin og nútíminn

Mánudagur 27. september 2021

Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað til lands í miðju Kötlugosi á einu viðburðaríkasta ári tuttugustu aldar, 1918. Hundruð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, aðallega ungt fólk í blóma lífsins og fleiri konur en karlar. Mörg börn misstu foreldri. Þetta voru átakanlegir tímar með linnulitlum líkfylgdum og klukknahringingum. Spænska veikin skildi eftir sig sár sem greru seint eða aldrei.

Svo segir á kápu bókar Gunnars Þórs Bjarnasonar sagnfræðings, sem kom út fyrir jólin í fyrra og vakti mikla athygli.

Í bókinni greinir hann frá rannsóknum sínum á þessum mannskæðasta veirufaraldari mannkynssöngunnar, viðbrögðum hér á landi, sóttvörnum og eftirminnilegum einstaklingum sem börðust hetjulega gegn „sóttinni miklu“ en máttu sín oft lítils. Í fyrirlestrinum rekur hann efni bókarinnar, sem kom út á tímum annars mannskæðs faraldurs, sem ekki sér enn fyrir endann á. Gunnar Þór ber saman aðstæður 1918 og nú á dögum. Hvað er líkt með spænsku veikinni og Covid-19?

Meðal rita Gunnars Þórs má nefna bókina Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga, sú bók kom út 2012. Þremur árum síðar kom út eftir hann bókin Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Þessar bækur hafa unnið til ýmissa verðlauna. Fyrir jólin 2016 kom verðlaunabók Gunnars Þórs um Ísland og heimsstyrjöldina fyrri út í nýrri, aukinni og ríkulega myndskreyttri útgáfu undir heitinu Stríðið mikla 1914–1918. 

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

 

Bækur og annað efni