Sigríður Þorgeirsdóttir flytur erindi um hlustun.
Hvers vegna kunnum við ekki að hlusta betur?

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Heimspekikaffi | Að hlusta og heyra

Mánudagur 18. október 2021

Sigríður Þorgeirsdóttir fjallar um það hvernig við tölum saman og hlustum.

Þegar við upplifum að einhver hlustar af athygli á okkur, þá gleðjumst við en undrumst jafnframt yfir því hvað hlustun er víðast hvar ábótavant. Við förum að skynja betur tómahljóðið í hlustun og veltum fyrir okkur hvernig getur manneskjan svarað mér þegar hún hefur ekki einu sinni heyrt hvað ég var að segja. Hvers vegna kunnum við ekki að hlusta betur? Forsenda góðrar hlustunar er að kunna að heyra í sjálfum okkur, að kunna að hlusta á okkur sjálf hlusta. Erum við bara að bíða eftir að komast sjálf að eða erum við raunverulega að hlusta á og reyna að skilja þau sem tala? Í erindinu ræðir Sigríður heimspekilegar og vísindalegar rannsóknir á því hvað felst í að hlusta á okkur sjálf þegar við hugsum (eigum í samtali við okkur sjálf) eða þegar við eigum í samtali við aðra. Fyrir þau sem vilja, mun hún síðan leiða æfingu í hlustun. 

Sigríður Þorgeirsdóttir er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og er fyrsta konan til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskólann. Hún er fædd 1958 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og nam heimspeki í Boston í Bandaríkjunum og í Berlín í Þýskalandi þar sem hún lauk með doktorsprófi 1993. Hún kenndi áður við Háskólann í Rostock í Þýskalandi og við Háskólann í Helsinki. Hún hefur kennt heimspeki víða um heim og er alþjóðlega eftirsóttur fyrirlesari.

Nánari upplýsingar:

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri 
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is