Ólöf Sverrisdóttir
Ólöf Sverrisdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður

Orðagull | Sagna- og ritlistarnámskeið

Miðvikudagur 5. október 2022

Alla miðvikudaga frá 5. október til og með 16. nóvember kl. 17:00-18:30

Ólöf Sverrisdóttir hefur boðið upp á þessi vinsælu námskeið undanfarna vetur með mismunandi áherslu í hvert sinn. Að þessu sinni  verður blandað saman sagnalist og ritlist með áherslu á sögur úr eigin lífi. Rifjaðir verða upp áhugaverðir eða eftirminnilegir atburðir úr lífi þátttakenda og í leiðinni er farið í undirstöðuatriði í sagnalist. Kynntar verða ýmsar aðferðir sem hjálpa fólki í að ramma sögurnar inn og glæða þær lífi og litum.

Í framhaldi af þessu verða sögurnar skráðar og farið í nokkur atriði varðandi ritlist. Námskeiðinu lýkur með uppskeruhátíð á degi íslenskrar tungu.

 

Engar kröfur eru gerðar um fyrri reynslu af skrifum eða sagnamennsku. Öll eru velkomin, jafnt þau sem eru að taka sín fyrstu skref og þau sem eru lengra komin.

Umsjónarmaður er Ólöf Sverrisdóttir leikkona og sögukona en hún er með meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og starfar sem verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 16 

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið og fer skráning fram hér fyrir neðan.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri 
olof.sverrisdottir@reykjavik.is | 411 6230 / 664 7718