Fjórar manneskjur liggjandi í kartöflum
Sviðslistahópurinn CGFC

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Kaffistundir

Sagnakaffi | Íslenska kartaflan, Helgan.

Miðvikudagur 8. desember 2021

Hver er saga íslensku kartöflunnar? Að þessu spyrja meðlimir sviðslistahópsins CGFC í fyrirlestri sínum á nýju Borgarbókasafni í Úlfarsárdal miðvikudagskvöldið 8. desember.

Sviðslistahópurinn CGFC fór í gríðarlega rannsóknarvinnu fyrir heimildarverk um kartöfluna en í ár eru 280 ár frá því að fyrstu kartöflunni var stungið niður í íslenska mold. Í ferlinu fékk frumkvöðullinn Helga Gísladóttir frá Unnarholtskoti loks sína tilskyldu viðurkenningu en hún ræktaði upp nýtt yrki af kartöflum (Helgan) sem hlaut viðurkenningu sem úrvalskartafla, ein af aðeins þremur tegundum á Íslandi.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veita: 

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri: unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur - viðburðir og fræðsludagskrá: stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is