people playing games

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:00
Verð
Frítt
Fræðsla

Spilum og spjöllum á íslensku

Laugardagur 25. september 2021

Lærðu íslensku með okkur og hittu aðra sem eru að læra líka - þátttaka er ókeypis. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í að kenna íslensku sem annað mál. Við spilum orðaleiki, spjöllum og skemmtum okkur vel. Allir geta verið með, þó þeir tali ekki mikla íslensku.    

Við eigum spil fyrir öll þrep, leiðbeinendur aðstoða. Allir geta verið með, þó þeir tali ekki mikla íslensku!

Leiðbeinandinn sem tekur á móti þátttakendum í Spönginni heitir Sigurður Hermannsson. Hann er málvísindamaður með brennandi áhuga á tungumálum og kennir íslensku sem annað mál. Sigurður (Siggi) stofnaði vefsíðuna https://www.icelandicmadeeasier.com til að allir sem vilja læra íslensku hefðu ókeypis aðgang að efni og tækjum. Þegar Siggi er ekki að kenna íslensku á bókasafninu eða í einkatímum heima hjá sér, er hann líklegast að segja einhverjum frá ókeypis ensk-islensku orðabókinni á netinu, sem hann vinnur að í frítímum.

siggi

FULL DAGSKRÁ

Viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Justyna Irena Wilczyńska, Deildarbókavörður
Justyna.Irena.Wilczynska@reykjavik.is