Spilum og spjöllum Spöngin

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Tungumál

Spilum og spjöllum á íslensku

Laugardagur 23. apríl 2022

Lærðu íslensku með okkur og hittu aðra sem eru að læra líka - þátttaka er ókeypis. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í að kenna íslensku sem annað mál. Við spilum orðaleiki, spjöllum og skemmtum okkur vel. Allir geta verið með, þó þeir tali ekki mikla íslensku.    

Við eigum spil fyrir öll þrep og leiðbeinendur aðstoða. Öll geta verið með, líka þau sem tala ekki mikla íslensku!

Leiðbeinandi dagsins í Spönginni heitir Hildur Loftsdóttir, rithöfundur, blaðamaður og kennari. Hildur hefur búið í fjórum löndum og hefur gaman af tungumálum. Undanfarin 11 ár hefur Hildur starfað sem íslenskukennari, fyrst í New York og núna hjá Tin Can Factory í Reykjavík. Hildur hefur skrifað nokkrar frábærar barnabækur og hlaut árið 2021 hljóðbókarverðlaunin fyrir bók sína Eyðieyjan í flokki barna -og ungmennabókmennta. 

Facebook

Hildur Loftsdóttir
Nánari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is