Munasafn | Tool Library
Munasafn | Tool Library

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Tengivirkið | Kynning frá Munasafninu

Fimmtudagur 9. september 2021

Fimmtudaginn 9. september kl. 16 mun Anna Worthington De Matos kynna Munasafn Reykjavíkur í Tengivirkinu. Munasafn gerir meðlimum sínum kleift að fá lánaða hluti, búnað og viðeigandi notkunarleiðbeiningar líkt og hefðbundið bókasafn virkar fyrir bækur. Meðlimir geta tekið verkfæri og aðra muni með sér heim til að gera við, sinna áhugamálum, verkefnum eða öðrum hugaðarefnum. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Kynntu þér Munasafnið

 

Markmið Tengivirkisins í Kringlunni er að auðvelda ungu fólki, sem hefur annað móðurmál en íslensku, aðlögun að samfélaginu og auðvelda tengslamyndun við nærumhverfið og hvert annað. Þátttaka er ókeypis og hittist hópurinnrinn vikulega í umræðuhópum og gerir eitthvað saman. 

Tengivirkið er unnið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis en umræðuhóparnir eru einungis einn liður í stærra verkefni sem Þjónustumiðstöðin leiðir. Þetta nýsköpunarverkefni er hluti af þróun bókasafnsins sem opins rýmis, þar sem við sækjumst eftir að notendur komi að dagskrárgerð og geri rýmið að sínu eigin.

Kynntu þér Tengivirkið

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður María Bjarnardóttir
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is 
s. 4116200