Indverskur vefiðnaður Borgarbókasafnið Shilpa Khatri Babbar
Indian weaving with Shilpa Khatri Babbar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla

Vinnustofa og fyrirlestur I Indverskur vefiðnaður

Sunnudagur 28. ágúst 2022

Vinnustofa og fyrirlestur um indverskan vefnað og fatagerð með prófessor Shilpa Khatri Babbar.

Á Indlandi eru tuttugu og átta ríki og átta sambandssvæði. Í landinu má finna um þrjátíu tegundir af mismunandi vefnaði sem auka á fjölbreytileika og litadýrð þess. Listin að vefa hefst með því að búa til efni úr þráðum af ólíkum gerðum og hanna munstrið áður en hafist er handa við frumlegan og fjölbreyttan vefnað. Vefnaður er eitt elsta og varanlegasta tákn siðmenningar á Indlandi og byggir mikið á mannlegri færni. Þá er einstakt samband milli vefarans, vefstólsins og þess verks sem unnið er. Vefnaður er ekki aðeins efnahagslega mikilvægur fyrir þjóðina heldur er hann minnisvarði um verk kvenna í gegnum aldirnar. Á vinnustofunni og fyrirlestrinum er hægt að upplifa hið einstaka og litríka Indland með því að fræðast um nokkrar af algengustu aðferðum vefnaðar landsins. 

Shilpa Khatri Babbar er kennari í indverskum fræðum hjá Háskóla Íslands og hefur verið ötul við að kynna indverska menningu á Íslandi undanfarin ár.

Viðburður á facebook.


Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir / verkefnastjóri viðburða
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is

Hilde B. Hundstuen / ritari hjá Sendiráði Indlands
sosec.reykjavik@mea.gov.in