Ásdís Ingólfsdóttur er gestur á Vísindakaffi

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Kaffistundir

Vísindakaffi | Álframleiðsla á tímum umhverfisverndar

Fimmtudagur 22. september 2022

Á þessu Vísindakaffi verður rætt um áliðnaðinn út frá formerkjum umhverfisverndar.

Ál er stór hluti af okkar daglega lífi. Mikil orka fer í framleiðslu áls en hvað skyldi vera hægt að fá mikla orku úr áli með því að brenna það? Og hvað með endurvinnslu áls? Væri hægt að framleiða ál án þess að losa gróðurhúsalofttegundir? Ásdís Ingólfsdóttir, rithöfundur, er líka efnafræðikennari og auk þess sérstök áhugamanneskja um lokun álvera eða grundvallarbreytinga á þeim. Ásdís kíkir í Vísindakaffi og spjallar um efnið.  

Vísindakaffi er ný viðburðaröð sem miðast að því að ræða um vísindi á mannamáli. Fenginn er sérfræðingur á vissu sviði og hann spurður spjörunum úr, eftir stutta kynningu. Áhorfendur fá líka tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Engin þekking á efninu nauðsynleg, aðeins áhugi. 

Nánari upplýsingar:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is