María Óskarsdóttir ræðir um siðferði gervigreindar
María Óskarsdóttir ræðir um siðferði gervigreindar

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Fræðsla
Kaffistundir

Vísindakaffi | Siðferði í heimi gervigreindar

Fimmtudagur 17. nóvember 2022

Á þessu Vísindakaffi verður rætt um siðferði gervigreindar og hlutdrægni (bjaga) í tölvuvísindum.

Hefur gervigreind siðferðiskennd? Er hún hlutlaus? Hvað hefur áhrif á hlutdrægni okkar mannfólksins? Getum við lært eitthvað um siðferðiskennd út frá starfsemi gervigreinda?

María Óskarsdóttir starfar sem lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún er með doktorsgráðu í gagnavísindum frá KU Leuven í Belgíu. Rannsóknir hennar beinast að hagnýtingu gagnavísinda, meðal annars með notkun vélnáms, netavísinda og fjölbreyttra gagnasafna með því markmiði að efla greiningu gagna og stuðla þannig að markvissari notkun gagnavísinda í ákvarðanatöku.

Hvað þýða eiginlega þessi orð? Komdu í kaffi ...

Vísindakaffi er ný viðburðaröð sem miðast að því að ræða um vísindi á mannamáli. Fenginn er sérfræðingur á vissu sviði og hann spurður spjörunum úr, eftir stutta kynningu. Áhorfendur fá líka tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Engin þekking á efninu nauðsynleg, aðeins áhugi. 

Nánari upplýsingar:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is