Macramé kynning í Borgarbókasafni Árbæ
Listaverk og nytjamuni má gera með macramé hnýtingum

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir

FRESTAÐ Handverkskaffi | Macramé

Mánudagur 17. janúar 2022

Vinsamlegast athugið að handverkskaffinu hefur verið frestað til 27. mars n.k.

Katla Marín Stefánsdóttir ætlar að kynna macramé listina, sýna grunnhnútana og hvar sé best að byrja standi hugurinn til þess að læra að hnýta.

Macramé, kallað hnýtingar á íslensku, er aldagamalt textílform sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Macramé á sér langa sögu og á rætur sínar að rekja til Arabíu á 14. öld. Macramé var geysi vinsælt hér á landi fyrir um 30 árum og hefur nú öðlast hylli á ný.

Með macramé má hnýta hluti til að fegra heimili, svo sem vegghengi og blómahengi en einnig er hægt að hnýta hluti sem hafa tilgang og notagildi. Macramé byggir á nokkrum grunnhnútum, en með þeim er hægt að hnýta allt frá einfaldri glasamottu upp í stór vegghengi með smáatriðum. Um leið og búið er að læra helstu grunnhnúta macramé eru allir vegir færir. Skemmtilegt er að leyfa hugmyndafluginu að ráða för því möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Úr hnýtingarlistinni koma ekki aðeins falleg verk, því við hnýtingarnar fær hugurinn ró, núvitund og sköpunargleði.

Katla Marín hefur kennt rúmlega 200 manns að hnýta á námskeiðum sínum og gefið út nokkrar uppskriftir. Listaverk hennar prýða mörg íslensk heimili, nokkra sumarbústaði og ýmis rými.

Katla Marín er meistaranemi í klínískri sálfræði auk þess að kenna macramé hnýtingar. Sýning hennar Hugarflug verður opnuð 12. janúar í safninu en þar sýnir hún verk sem unnin eru með macramé tækni

Viðburðurinn á facebook

Nánari upplýsingar: 
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is 

Bækur og annað efni